- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Torfi Tómasson, frá félagsmiðstöðinni Fönix í Salaskóla, kom sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi sem fram fór í Salnum fyrir fullu húsi í gærkvöld. Níu atriði kepptu til úrslita um þrjú þátttökusæti á söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöll laugardaginn 2. mars nk.
Torfi flutti frumsamið lag God´s planet of fools og spilaði undir á rafmagnsgítar.
Í öðru sæti urðu Natalía Blær Jóhannsdóttir og Eva Rún frá félagsmiðstöðinni Kúlunni í Hörðuvallaskóla og í þriðja sæti fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Dimmu í Vatnsendaskóla, Arnar Freyr Ingason, Gabríel Örn Ólafsson, Dagur Þórarinsson og Ásþór Bjarni Guðmundsson.
Dómarar í keppninni voru Regína Ósk, Jogvan Hansen, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Elísabet Ormslev og Ingunn Hlíf Friðriksdóttir.
Atriði kvöldsins voru hvert öðru betra og það var samdóma álit dómara keppninnar að valið var ekki vandalaust.