- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Níu starfsmenn Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsaldursafmæli á árinu 2012. Þeir voru af því tilefni heiðraðir við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í gær. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum og afhenti þeim úr með áletruðum upphafsstöfum sínum.
Bærinn hefur vaxið og dafnað á þessum 25 árum. Íbúafjöldinn í lok árs 1987 var til dæmis 15.037 en í dag eru Kópavogsúar ríflega 31 þúsund.
Af þeim níu sem heiðraðir voru í gær eru fimm starfsmenn leikskóla, þar af þrír leikskólakennarar og tveir leiðbeinendur. Má af því tilefni nefna að sjö leikskólar voru í bænum á árinu 1987 en nú eru þeir orðnir 20. Barnafjöldinn í leikskólum bæjarins hefur á þessum tíma þrefaldast.
Samstarfsmenn fögnuðu þessum áfanga með nímenningunum og eftir ávarp bæjastjóra var hrópað ferfalt húrra fyrir þeim. Að því búnu var boðið upp á léttar veitingar.
Starfsmennirnir eru: