- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Greint verður frá niðurstöðum í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs, mánudaginn 21. janúar kl. 17:00 í Salnum. Ljóðasamkeppnin er kennd við Jón úr Vör og fer verðlaunaafhendingin fram á fæðingarafmæli hans. Um 400 ljóð bárust í keppnina og hefur þátttakan sjaldan verið meiri. Á sama tíma verða verðlaun veitt í ljóðasamkeppni grunnskólanna. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tilgangur keppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.
Dómnefndina í ár skipa þau Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, Sindri Freysson, rithöfundur og ljóðskáld og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
Veitingar verða í boði lista- og menningarráðs í forrými Salarins að dagskrá lokinni.