Sumaropnun í félagsmiðstöðvum

Félagsmiðstöðvar unglinga verða opnar sumarið 2020 í fyrsta sinn.
Félagsmiðstöðvar unglinga verða opnar sumarið 2020 í fyrsta sinn.

Félagsmiðstöðvar í Kópavogi verða nú í fyrsta sinn opnar í sumar. Starfið verður fjölbreytt og skemmtilegt, annars vegar er boðið upp á sumarsmiðjur fyrir 10 til 13 ára börn og hins vegar verður opið fyrir unglinga tvisvar í viku.

Þess má geta að tillagan á rætur sínar að rekja til ungmennaráðs Kópavogs sem lagði hana fram á fundi með bæjarstjórn Kópavogs fyrir ári síðan. Ungmennaráð Kópavogs fundar með bæjarstjórn Kópavogs í annað sinn í dag, þriðjudaginn 26.maí.

Nánar um sumaropnun:

Fyrir börn á aldrinum 10-13 ára verða sumarsmiðjur í boði, sumarsmiðjurnar eru útbúnar með það að leiðarljósi að ná til áhugasviðs flestra með fjölbreyttu smiðjuvali. Sumarsmiðjur verða í boði þrjá daga vikunnar, fyrir hádegi kl. 10:00-12:00 og eftir hádegi frá kl. 13:00-15:30.

Frekari upplýsingar er varðar skráningar og verð má finna á sumarvefnum sumar.kopavogur.is

Félagsmiðstöðvar verða einnig opnar fyrir unglinga tvisvar sinnum í viku frá kl. 12:00-22:00 á mánudögum og miðvikudögum. Starfið tekur mið af dagopnunarstarfi frá kl. 12:00-17:00 og kvöldopnana í formi skipulags hópastarfs, vettvangsferða og viðburða frá kl. 17:00-18:30 og 19:30-22:00.

Áhersla er lögð á skapandi og skemmtilegt starf, jafnt innan dyra sem utan, og útivist skipar stóran sess í sumarstarfinu í samvinnu við unglingana.