Sendinefnd Eftirlitsnefndar með framkvæmd Sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga fundaði með bæjarstjóra Kópavogs þegar nefndin var stödd á Íslandi í janúar.
Kópavogsbær býður íbúum á Suðurnesjum í sund í dag og þar til heitt vatn hefur komist á. Sundlaug Kópavogs og Salalaug taka vel á móti íbúum og hlökkum til að sjá ykkur. Opið til 22.00 í kvöld og frá 06.30 í fyrramálið.
Forvitnileg og fjörug dagskrá verður á Vetrarhátíð í Kópavogi en hátíðin samanstendur af Safnanótt, Sundlaugakvöldi og ljósalist ásamt ótal viðburðum og sýningum þar sem fjöldi listafólks tekur þátt í að skapa rafmagnað andrúmsloft í Kópavogi.