- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Jón Júlíusson hefur látið af störfum eftir 36 ára starf hjá Kópavogsbæ. Jón hóf störf árið 1988 sem íþróttafulltrúi, síðar deildarstjóri íþróttamála. Á starfsferli hans varð Kópavogur þekktur sem íþróttabærinn, mikil umbylting varð í íþróttamálum í Kópavogi ekki síst í barna- og unglingastarfi. Umgjörð íþróttastarfs tók stakkaskiptum og íþróttamannvirkjum fjölgaði.
Jón er í hópi þeirra starfsmanna sem hafa unnið hjá bænum á tímabili mikils vaxtar en þegar hann hóf störf voru íbúar um 15.500 að mestu í Austur- og Vesturbæ Kópavogs en þeir eru ríflega 40.000 í dag.
Jón var formaður Starfsmannafélags Kópavogs 1992-2004. Þá sat hann í bæjarstjórn fyrir hönd Samfylkingar 2006 til 2010 og skipulagsnefnd.
Jón er nú formaður GKG, Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Þess má geta að lokum að Jón hlaut heiðursviðurkenningu íþróttaráðs á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í janúar síðastliðnum.
Kópavogsbær þakkar Jóni fyrir frábær störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar.