Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.
Birkisáning í Selfjalli í Lækjarbotnum er að ljúka en sumarstarfsmenn hjá Kópavogsbæ undir handleiðslu Skógræktar Kópavogs hafa unnið hörðum höndum að því að sá í örfoka landið.
Tæp 1.500 unglingar eru í Vinnuskóla Kópavogs í sumar. Það er svipaður fjöldi og í fyrra en mikil aukning frá árinu 2019 þegar 930 unglingar voru í Vinnuskólanum.