- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhól hlaut hvatningarverðlaun Heimilis og skóla sem veitt voru á dögunum.
Verkefnið snýr að minni matarsóun og sjálfbærnimenntun. Heilsuleikskólinn Urðarhóll er með rauðorma til að brjóta niður matarafganga og breyta í moltu. Á leikskólalóðinni eru 6 papahænur sem fá matarafganga. Foreldrar sinna hænunum um helgar og fær fjölskyldan egg að launum. Núna liggur ein hænan á frjóvguðum eggjum og er beðið eftir ungum. Hægt er að fylgjast með ferlinu á heimasíðu skólans.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 21. maí 2021. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin en auk tvennra hvatningarverðlauna voru veitt foreldraverðlaun og dugnaðarforkur Heimilis og skóla útnefndur.
Hér er hægt að lesa meira um Foreldraverðlaun Heimilis og Skóla.