Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 19. maí.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals.
Þær Freydís Edda Reynisdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix, Katrín Ýr Erlingsdóttir frá félagsmiðstöðinni Ekkó og Marín Inga Schulin Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Kúlunni fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi.
Kópavogsbær og nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hafa skrifað undir samning þess efnis að öll börn á öðru og þriðja ári í Kópavogsbæ fái aðgang að stafrænni tónlistarkennslu í skólaútgáfu Mussila.