Bókasafn Kópavogs verður 60 ára föstudaginn 15. mars og af því tilefni stendur safnið fyrir margvíslegum uppákomum um helgina. Ljóðlistin verður þar í hávegum höfð.
Ný háplöntutegund, sverðnykra, bættist við flóru landsins síðastliðið sumar þegar starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs voru við rannsóknir í Berufjarðarvatni nærri Bjarkalundi í Reykhólahreppi.
Salalaug í Kópavogi var lokað í einn og hálfan tíma í morgun á meðan verið var að ryksuga ösku og mold sem safnast hafði fyrir yfir nóttina í botni laugarinnar.
Í greinargerð starfshóps Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um brú yfir Fossvog er mælt með því að brúin verði byggð frá vesturhluta Kársness til móts við flaugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar.