- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í Salnum 12. mars sl. Keppendur voru 18 frá 9 grunnskólum í Kópavogi. Sigurvegari að þessu sinni var Ýr Guðjohnsen Adolfsdóttir, Hörðuvallaskóla. Í 2. sæti var Sara Kristín Víðisdóttir, Snælandsskóla og í 3. sæti var Sindri Snær Tryggvason, Snælandsskóla.
Keppendur lásu kafla úr sögunni Benjamín Dúfa eftir Friðrik Erlingsson og ljóð eftir Þóru Jónsdóttur. Í lokaumferð lásu keppendur ljóð að eigin vali.
Fyrir keppnina lék nemandi úr Skólahljómsveit Kópavogs tvö lög og í hléi léku nemendur Tónlistarskóla Kópavogs einnig tvö lög.
Þrír efstu keppendurnir fengu 20, 15 og 10 þúsund króna gjafabréf og Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum þátttakendum bókina Nokkur Ljóð eftir Þóru Jónsdóttur.
Grunnskóladeild menntasviðs Kópavogsbæjar gaf öllum keppendunum rauða rós.
Kópavogsbær óskar sigurvegurum og öllum þeim sem tóku þátt hjartanlega til hamingju!