Verkefni frá Kópavogsskóla, Kársnesskóla, Álfhólsskóla og Lindaskóla fengu í dag viðurkenningu skólanefndar Kópavogs fyrir að stuðla að nýbreytni og framþróun í grunnskólum Kópavogs.
Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi.