- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bókasafn Kópavogs verður 60 ára föstudaginn 15. mars og af því tilefni stendur safnið fyrir margvíslegum uppákomum um helgina. Ljóðlistin verður þar í hávegum höfð. Þá má nefna ratleiki, listaverkasýningu leikskólabarna og flaututónleika nemenda Tónlistarskóla Kópavogs. Dagskránni lýkur með ljóðamessu í Kópavogskirkju kl. 11:00 á sunnudag. Allir eru velkomnir.
Stofnfundur Bókasafns Kópavogs var haldinn 15. mars 1948. Á fundinn skráðu sig 20 manns. Jón úr Vör ásamt Sigurði Ólafssyni urðu fyrstu starfsmenn safnsins. Síðar varð Jón úr Vör fyrsti bæjarbókavörðurinn og gegndi því starfi til ársins 1977.
Fyrstu árin var safnið til húsa í skólum bæjarins, síðar í Félagsheimilinu frá 1964, en þaðan fór það í stærra húsnæði í Fannborg 3 til 5 árið 1981. Loks var það opnað í núverandi húsakynnum í Hamraborg 6a. Auk aðalsafns er nú líka Lindasafn, útibú, í Lindaskóla.
Í safninu er nú fjölbreytt starfsemi, auk bókalána, en þar eru haldanr sögustundir fyrir börn, ljóðastundir, ritsmiðjur og fleira. Hrafn Andrés Harðarson er bæjarbókavörður.
D A G S K R Á
60 ára afmælishátíðar Bókasafns Kópavogs
15. og 16. mars í Bókasafni Kópavogs og 17. mars í Kópavogskirkju
Föstudaginn 15. mars 60 ára afmælisdagur Bókasafnsins
13.00 – 17.00 Kaka og kaffi handa gestum og gangandi
13.00 Afmæliskaka borin fram með kaffi og norrænni saft
RATLEIKUR Á ÖLLUM HÆÐUM BÓKASAFNSINS TIL KL. 16 EN ÞÁ VERÐUR DREGIÐ ÚR RÉTTUM SVÖRUM. BÓKAVERÐLAUN.
13.30 Félagar í Bókmenntaklúbbi Hana-nú lesa úr ljóðum Kópavogsskálda, lífs og liðinna, í Kórnum á 1. hæð
14.45 Kvintett SK leikur nokkur þekkt sönglög á lúðra
15.00 Afmælishátíð sett. Ávarp bæjarstjóra og formanns Lista- og menningarráðs
16.00 Rússneski Barnakórinn í fallegum búningum
Listaverkasýning leikskólabarna verður í barnadeild á 3. hæð
Laugardaginn 16. mars
13.00 Flautunemendur Tónlistarskóla Kópavogs leika syrpu af léttum lögum
13.30 Gjábakkaskáldin lesa ljóð sín og annarra og kynna bækur sínar sem eru til sölu á boðstólum, árita þær og kynna, í Kórnum á 1. hæðinni
14.30 Sögustund með Leynifélaginu á 3. hæðinni
15.00 Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir upplestri. Skáldin lesa úr verkum sínum og bjóða bækur sínar til sölu lysthafendum, árita þær og kynna í Kórnum á 1. hæðinni til kl. 16.45
Sunnudagur 17. mars
11:00. “Ljóðamessa” í Kópavogskirkju. Flutt verða ljóð eftir skáld tengd Kópavogi og í stað hefðbundinnar prédikunar mun sr. Hjörtur Pálsson, skáld fjalla um skáldið Þorstein Valdimarsson. Leikararnir: Theódór Júlíusson og Lillý Guðbjörnsdóttir lesa ljóð að eigin vali. Einnig les Vala Eiríksdóttir ljóð eftir Ferdinand Jónsson og Ásdísi Óladóttur. Fyrir altari þjónar sr. Sigurður Arnarson. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.