- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda. Kópavogsbær hefur lagt metnað sinn í að hafa jólalegt í bænum á aðventunni og hefur Hálstatorgið til dæmis sjaldan eða aldrei verið jólalegra. Þar hafa ljós verið sett á stuðlabergssúlur, á vegg og á nokkur tré á torginu.
Nú virka sumar af þessum seríum hins vegar ekki þar sem búið er að slíta þær í sundur. Öll serían á trénu fyrir framan Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, er til dæmis ónýt.
Bærinn biðlar til skemmdarvarga um að finna hinn eina sanna jólaanda og láta hér staðar numir. Jólaljósin lýsa ekki einasta upp skammdegið heldur minna okkur einnig á að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fámennur hópur á ekki að skemma jólalastemninguna fyrir öllum hinum.
sjaldan eða aldrei hefur bærinn sett upp fleiri jólaseríur á aðventunni. Jólaseríur hafa til dæmis verið sett á brýrnar við Hamraborg og Digranesveg. Þá prýða jólaseríur um 27 jólatré víða um bæ.
Fólk er hvatt til að hafa samband við lögreglu verði það vart við eignaspjöll á jólaljósum bæjarins.
Á efri myndinni má sjá hvernig jólaserían á trénu í miðjunni hefur verið skemmd en ljósin virka ekki á efri hluta hennar. Á neðri myndinni má sjá hvernig ljósin virka ekki á efst á stuðlaberg súlunni en serían hefur þar verið slitin í sundur og eyðilögð.