- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Aðventuhátíð Kópavogsbæjar hefur sjaldan eða aldrei verið veglegri, umfangsmeiri og fjölbreyttari en nú um liðna helgi. Mikill metnaður var lagður í öll dagskráratriðin svo bæjarbúar gætu notið upphaf aðventunnar með jólatónlist, dansi, laufabrauðsgerð og jólamarkaði. Jólaljósunum við Hálsatorgið og þar um kring hefur einnig verið fjölgað og má t.d. sjá fallega jólaseríu á brúnni við Hamraborgina. Hátíðin var tekin upp á myndband og er vísað á það hér að neðan
Jólatréð á Hálsatorgi er tákn um áralöng vinabæjarsamskipti Norrköping í Svíþjóð og Kópavogsbæjar en Kópavogur á vinabæi á öllum Norðurlöndunum. Jólaljósin voru tendruð á trénu á aðventuhátíðinni og yngsta kynslóðin ásamt jólasveinunum dönsuðu í kringum jólatréð. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði og Eyþór Ingi Evróvisjón-söngvari með meiru tók einnig lagið.
Félagasamtök í Kópavogi seldu ýmsan jólavarning í jólahúsum á Hálsatorgi og í næsta nágrenni í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara, var boðið upp á laufabrauðsgerð. Þar söng einnig Samkór Kópavogs og í Gerðarsafni var það Karlakór Kópavogs sem hélt uppi fjörinu.
Jólakötturinn fór á kreik í Bókasafni Kópavogs og dýrin í Náttúrufræðistofu settu á sig jólasveinahúfuna. Safnaðarheimili Kópavogskirkju var einnig fullt út úr dyrum en þar sýndu og seldu listamenn prjónaskap, skartgripi, kerti og fleira.
En sjón er sögu ríkari. Smelltu hér til að horfa á myndbandið