Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði.
Átján börn frá afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands hafa dvalið í Kópavogi undanfarið, fengið sundkennslu og kynnst jafnöldrum í bænum. Börnin, sem eru ellefu ára, dvelja í tvær vikur á Íslandi.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 11.september að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í yfirstefnu Kópavogsbæjar.