- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Salalaug í Kópavogi er á meðal þeirra sundlauga landsins þar sem aðgangur fyrir fatlaða er til fyrirmyndar. Þetta er niðurstaða úttektar Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, sem hefur veitti Salalaug nýverið viðurkenningu fyrir gott aðgengi.
Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar afhenti Guðmundi Halldórssyni forstöðumanni Salalaugar viðurkenninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.
Sjálfsbjörg gerði í sumar notendaúttekt á 24 sundlaugum á svæði aðildarfélaganna með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða.
Meðal þess sem athugað var voru bílastæðamál, aðgengi í afgreiðslu, búningsaðstaða, aðgengi í sturtum og heitum pottum.
Salalaug var í hópi þeirra lauga sem komu best út á landinu ásamt Laugardalslaug í Reykjavík, Ásvallalaug í Hafnarfirði, Sundlaug Akureyrar, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, og Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Þess má geta að síðastliðinn vetur var keypt ný og fullkomin lyfta fyrir hreyfihamlaða í Salalaug. Lyftan er færanleg og hægt að nota hana bæði úti og inni.