Sumardagurinn fyrsti - dagskrá

Skátar og Skólahljómsveit Kópavogs leiddu skrúðgönguna
Skátar og Skólahljómsveit Kópavogs leiddu skrúðgönguna

Sumardeginum fyrsta verður að venju fagnað í Kópavogi 25. apríl. Dagskráin hefst með skátamessu í Lindakirkju. Skrúðganga fer frá Digraneskirkju að Fífunni þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flytur þar m.a. ávarp. Skátafélagið Kópar sér um dagskrána.

Dagskrá:

11:00 Skátamessa í Lindakirkju

 13:30 Skrúðganga frá Digranesskirkju að Fífunni. Skátar og Skólahljómsveit Kópavogs leiða skrúðgönguna.

 14:00 Fjölskylduskemmtun í Fífunni.

Tónlistaratriði.

Bæjarstjóri býður sumarið velkomið.

Einar Mikael Töframaður kíkir í heimsókn og sýnir töfrabrögð og leikhópurinn Lotta mætir á svæðið.

Þar verða einnig hoppukastalar og skátaleikir.