- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Gerðarsafn leitar að rekstraraðila veitingasölu í einstöku umhverfi Menningarhúsanna í Kópavogi.
Veitingasalan í Gerðarsafn er í sólríkri glerbyggingu á neðri hæð safnsins með beinu aðgengi að útisvæði Menningarhúsanna. Árlega koma um 300.000 gestir í Menningarhúsin í Kópavogi. Þar er skipulögð dagskrá flesta daga ársins og tónleikar í Salnum á kvöldin. Útisvæði Menningarhúsanna er afar fjölskyldu- og barnvænt, með gosbrunni og fjölbreyttum leiktækjum og nýtur mikilla vinsælda allt árið um kring.
Sá sem annast veitingarekstur þarf að:
Veitingasalan skal vera opin á sama tíma og Gerðarsafn, en unnt er að hafa opið lengur samkvæmt samkomulagi við leigusala.
Hið leigða rými er 75 fermetrar og má gera ráð fyrir að staðurinn taki allt að 76 manns í sæti. Auk þess fylgir hinu leigða rými nýuppgert útisvæði sem er 100 fermetrar og getur rúmað 80 gesti við borð.
Kjósi rekstaraðili að gera breytingar innanhúss skal hann skila inn upplýsingum um þær ásamt kostnaðaráætlun með umsókn. Tekið er á móti öllum umsóknum með opnum huga.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Pálma Þór Másson bæjarlögmann Kópavogs fyrir 15. september, í gegnum netfangið palmithor(hja)kopavogur.is.
Gerðarsafn tilheyrir Menningarhúsunum í Kópavogi en undir þeim hatti eru Salurinn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs sem eru í næsta nágrenni við safnið. Sundlaug Kópavogs og Kópavogskirkja er skammt undan. Gerðarsafn stendur fyrir metnaðarfullri sýningardagskrá með megináherslu á nútíma- og samtímalist í glæsilegri byggingu á besta stað í Kópavogi. Safnið var reist í minningu Gerðar Helgadóttur myndhöggvara og var opnað árið 1994. Í Gerðarsafni eru á hverju ári haldnar um 6 sýningar af fjölbreyttu tagi, ásamt fjölda viðburða. Gerðarsafn er á tveimur hæðum, á efri hæðinni eru tveir sýningarsalir ásamt safnbúð og á neðri hæðinni er sýningarsalur, fræðslurými ásamt sólríkri veitingasölu í glerbyggingu.