- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Reiknivél leikskólagjalda er nú aðgengileg á vef bæjarins. Hægt er að nota hana til þess að skoða hversu há leikskólagjöld eru miðað við dvalartíma barns.
Einnig er unnt að setja inn afslætti í reiknivélina til að skoða leikskólagjöld hópa sem fá afslátt svo sem námsmenn, starfsfólk leikskóla og einstæðra. Þá er veittur tekjutengdur afsláttur af leikskólagjöldum.
Sótt er um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum á vef Kópavogsbæjar.
Mikill sveigjanleiki er í skráningu dvalartíma í Kópavogi og hægt að hafa dvalartíma mislangan eftir vikudögum. Þó er miðað við að dvöl barns hefjist kl. 09.00 og sé að lágmarki 4 klukkustundir á dag.
Breytingar á skipulagi og starfsumhverfi í leikskólum í júní síðastliðnum fela meðal annars í sér að leikskóli er gjaldfrjáls 6 tíma á dag og sveigjanleiki í dvalartíma eykst.