Nemandi úr Lindaskóli í þriðja sæti

Frá vinstri: Una Margrét Reynisdóttir frá Austurbæjarskóla; Bjarni Daníel Þorvaldsson frá Lindaskól…
Frá vinstri: Una Margrét Reynisdóttir frá Austurbæjarskóla; Bjarni Daníel Þorvaldsson frá Lindaskóla; Hildur Una Gísladóttir frá Áslandsskóla; Svana Ösp Kristmundsdóttir frá Hraunvallaskóla.

Bjarni Daníel Þorvaldsson, 15 ára nemandi úr Lindaskóla í Kópavogi, varð í þriðja sæti, í flokki 15 ára og eldri, í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Samkeppnin er haldin undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum.

Starfsmenn Bókasafns Kópavogs voru meðal þeirra sem héldu utan um keppnina í ár, ásamt samstarfsfélögum sínum á skólasafni Álfhólsskóla og skólasafni Snælandsskóla. Keppnin er haldin á nokkurrra ára fresti og skiptast bókasöfn um allt land að halda hana.
 
Keppt var í tveimur flokkum, 9-12 ára og 13-15 ára. Alls bárust yfir 900 ljóð í keppnina og voru valin úr þeim fjölda rúmlega 70 ljóð sem gefin hafa verið út á bók.
 

Una Margrét Reynisdóttir, 10 ára nema í Austurbæjarskóla í Reykjavík varð í efsta sæti í yngri aldurshópnum. Örlygur Ómarsson, 12 ára, Melaskóla í Reykjavík, varð í öðru sæti og Kristjana Karla Ottesen, 12 ára, Melaskóla, varð í því þriðja.

Hildur Una Gísladóttir, 14 ára nemi í Áslandsskóla, Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í eldri aldursflokknum. Svana Ösp Kristmundsdóttir 14 ára, Hraunvallaskóla í Hafnarfirði varð í öðru sæti og sem fyrr segir varð Bjarni Daníel í því þriðja.

Í dómnefnd voru Arndís Þórarinsdóttir bókmenntafræðingur, Steinar Þór Þórðarson kennari og Þórður Helgason dósent.

Bókin fer í dreifingu hjá Eymundssyni og verður til sölu á almennum markaði innan skamms.