- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bjarni Daníel Þorvaldsson, 15 ára nemandi úr Lindaskóla í Kópavogi, varð í þriðja sæti, í flokki 15 ára og eldri, í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Samkeppnin er haldin undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum.
Una Margrét Reynisdóttir, 10 ára nema í Austurbæjarskóla í Reykjavík varð í efsta sæti í yngri aldurshópnum. Örlygur Ómarsson, 12 ára, Melaskóla í Reykjavík, varð í öðru sæti og Kristjana Karla Ottesen, 12 ára, Melaskóla, varð í því þriðja.
Hildur Una Gísladóttir, 14 ára nemi í Áslandsskóla, Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í eldri aldursflokknum. Svana Ösp Kristmundsdóttir 14 ára, Hraunvallaskóla í Hafnarfirði varð í öðru sæti og sem fyrr segir varð Bjarni Daníel í því þriðja.
Í dómnefnd voru Arndís Þórarinsdóttir bókmenntafræðingur, Steinar Þór Þórðarson kennari og Þórður Helgason dósent.
Bókin fer í dreifingu hjá Eymundssyni og verður til sölu á almennum markaði innan skamms.