Lokanir

Lokun vegna framkvæmda.
Lokun vegna framkvæmda.

Vatnsendavegur og Vatnsendahvarf verða lokuð vegna fræsingar og malbikunar á næstu dögum. 
 
Malbikað verður eystri akrein Vatnsendahvarfs (frá Urðarhvarfi), hluti hringtorgs (VEhvarf/VEvegur) og báðar akreinar Vatnsendavegar milli 2ja hringtorga (við Vatnsendahvarf og við Breiðahvarf). Tímaáætlun framkvæmda er sem hér segir: 

(1) 30.08 (MIÐ): Fræsing Vatnsendahvarfs og hringtorgs • 18:30 – 23:00.   (2) 02.09 (LAU): Malbikun Vatnsendahvarfs, hringtorgs og Vatnsendavegs • 9:00 – 20:00
 
Nánar um lokanir
 
Vísað er til merkinga v/lokunar á meðfylgjandi kortum.
 
(1) Á meðan á fræsingu Vatnsendahvarfs stendur verður akleið til suðurs frá Breiðholstsbraut opin (vestari akrein). Lokað verður fyrir akstur til norðurs (austari akrein). Sett skulu upp skilti (C) sem lýsa þeirri lokun. Lokað verður fyrir akleið til norðurs (við Breiðahvarf) og skulu sett upp skilti (C) sem lýsa þeirri lokun auk lokunarmerkja (A) við hringtorg. Þegar fræsing hefst á Vatnsendavegi verður jafnframt  lokað fyrir akleið til suðurs eftir Vatnsendahvarfi. Sett skulu upp skilti (B) við Breiðholtsbraut sem lýsa þeirri lokun – Einnig B30.11 (hægri beygja bönnuð) og B30.12 (vinstri beygja bönnun) sbr. kort. Lokunin sjálf (A) skal sett við Urðarhvarf (þ.a. bílum sé leiðin fær inn í Urðarhvarf). (2) Á bikunardegi verða Vatnsendahvarf og Vatnsendavegur  lokaðar fyrir akstri til norðurs og suðurs. Sett skulu upp skilti (B) og (C) sem lýsa þeirri lokun sbr. meðfylgjandi kort. Á bikunardegi verður opnað fyrir akstur að/frá Urðarhvarfi um leið og kólnun malbiks gengt Urðarhvarfi leyfir (áætlað ca. kl. 13:00). 
 
Akstur frá Ögurhvarfi til norðurs er opin meðan á fræsingu/bikun stendur.
 
Lokun hefur áhrif á umferð um aðliggjandi þvergötur (bílastæði við Listasafn og við sundlaug).
 
Lokanir, sem sýndar eru á meðfylgjandi kortum, eru í gangi á bikunardag.  Lokanir, vegna fræsingar gatna eru styttri og viðaminni, sbr. skýringar hér að ofan. 
 
Fræsing Vatnsendahvarfs miðvikudaginn 30. ágúst 2017
 
Lokað verður fyrir akstur til norðurs meðan á fræsingu stendur (áætlað 18.30 – 23.00).
 
Fræsing Vatnsendavegs miðvikudaginn 30. ágúst 2017
 
Lokað verður fyrir akstur í báðar áttir meðan á fræsingu stendur (áætlað 20.00 – 22.00). Fært er að Urðarhvarfi frá Breiðholtsbraut.
 
Malbikun laugardaginn 2. september 2017
 
Lokað verður fyrir akstur um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg (sbr. frekari skýringar hér að ofan) meðan á bikun stendur (áætlað 9:00 – 20:00). Endanlegur opnunartími götu er háður fullnægjandi kælingu biks. 
 
Hjáleiðir:
 
Engar hjáleiðir eru virkar við framkvæmdir þessar. Reikna má með umferðartöfum