- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogur mætir Fjarðabyggð í Útsvari, föstudaginn 20. október. Lið Kópavogs skipa að þessu sinni þau, Katrín Júlíusdóttir, Orri Hlöðversson og Skúli Þór Jónasson. Orri tekur nú þátt í keppninni í fyrsta sinn en Katrín og Skúli skipuðu einnig liðið í fyrra. Þetta er í 11. sinn sem Kópavogur tekur þátt í Útsvari.
Kópavogur hefur tekið þátt í keppninni frá upphafi, en þátturinn hóf göngu sína árið 2007.
Orri Hlöðversson er 53 ára framkvæmdastjóri Frumherja hf. Uppalinn í Hjallabrekkunni í Kópvogi. Lauk námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Bjó eftir það í Brussel í nokkur ár, síðan í Skagafirði og loks í Hveragerði þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri. Eftir þetta flakk fluttist hann aftur í Kópavoginn. Búsettur í Lindahverfinu ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Fyrrum leikmaður í knattspyrnu og mikill áhugamaður um þá íþrótt. Formaður aðalstjórnar Breiðabliks í 6 ár. Hestamennska er líka stórt áhugamál.
Katrín Júlíusson er 42 ára framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja ásamt að því að vera fyrrverandi ýmislegt. Katrín er uppalin Kópavogsbúi með aðsetur í Garðabæ. Alin upp í Álfatúni frá 9 ára aldri og gekk í Snælandsskóla og síðan MK. Hef megnið af ævinni búið fyrir neðan Nýbýlaveginn og telst svo til að hún hafi búið á sjö stöðum í Kópavogi að æskuheimilinu frátöldu. Á fjóra stráka, átján ára MK-ing og handboltamann í HK, sautján ára stjúpson sem býr í Bergen og fimm ára tvíbura með eiginmanni sínum Bjarna Bjarnasyni rithöfundi. Lærði mannfræði við lok síðustu aldar, samhliða því að sjá um innkaup fyrir barnafataverslanir sem hétu Lipurtá. Er jafnframt með MBA gráðu frá HR. Áður en Katrín fór þing þar sem hún sat í rúm þrettán ár og gegndi meðal annars starfi ráðherra ýmissa mála, var hún verkefnastjóri og ráðgjafi í tölvubransanum.
Skúli Þór Jónasson er 25 ára háskólanemi. Hann kemur úr úr Snælandshverfinu í Kópavogi og hefur búið þar alla tíð. Keppti tvisvar í Gettu Betur í sjónvarpinu fyrir MH. Lauk BS í heilbrigðisverkfræði frá HR 2014 og hóf þar BS nám í tölvunarfræði síðastliðið haust. Hann er einnig sellóleikari til margra ára og hefur lokið framhaldsprófi í sellóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs.