Kallað eftir hugmyndum um upplifunarrými og útisvæði menningarhúsa

Menningarmiðja Kópavogsbæjar
Menningarmiðja Kópavogsbæjar

Hugmyndasöfnun um nýja ásýnd og upplifun í Menningarmiðju Kópavogs var hleypt af stokkunum í morgun. Markmiðið er að skapa líflegt og heilsteypt svæði í og við menningarhúsin í Kópavogi í samvinnu við íbúa sem geta komið hugmyndum sínum á framfæri á vef hugmyndasöfnunarinnar.

 

Óskað er eftir hugmyndum fyrir þrjú svæði. Í fyrsta lagi upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Safnahúss Kópavogs sem hýsir Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Í öðru lagi útisvæðin við menningarhúsin sem afmarkast af Safnahúsi, Salnum, Gerðarsafni og Borgarholtsbraut. Í þriðja lagi er óskað eftir hugmyndum fyrir Hálsatorg við Kópavogshálsinn.

 

Íbúar eru hvattir til að setja inn hugmyndir sem tengjast upplifun, afþreyingu og aðstöðu á þessum svæðum.

 

Hugmyndasöfnum stendur yfir til 14.júlí. Í framhaldinu verður unnið úr hugmyndunum og þær kynntar á opnum degi í menningarhúsunum laugardaginn 9. september. Þar gefst almenningi kostur á að ræða fram komnar hugmyndir og bæta við þær.

 

Afrakstur hugmyndasöfnunar og úrvinnsla verður svo gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar.

 

Sendu inn hugmynd

 

Frekari upplýsingar