- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Starfi jafningjafræðslunnar lauk 26. júlí síðastliðinn en þar með lauk fyrsta sumri þar sem fræðslan var starfrækt á vegum Kópavogsbæjar. Jafningjafræðarar voru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsóttu hópa hjá Vinnuskóla Kópavogs sem og félagstöðvar í Kópavogi og áttu þar samtöl við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.
Jafningjafræðslan leggur áherslu á að skapa öruggt umhverfi fyrir ungt fólk til að tjá sig og spyrja spurninga. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.
Áður fyrr hefur jafningjafræðsla í Kópavogi verið á vegum Hins Hússins í Reykjavík. Samningur var gerður á milli þeirra og Vinnuskóla Kópavogs um að fá jafningjafræðslu í frístundastarf í Kópavogi en þá voru þrjú ungmenni starfandi hjá þeim frá Kópavogi. Jafningjafræðsla Kópavogs er nú starfrækt af Molanum, miðstöð unga fólksins, í samvinnu við Vinnuskóla Kópavogs.
Innleiðing á breytingum og bættri þjónustu við ungt fólk stendur yfir í Kópavogi um þessar mundir og er verkefnið hluti af þessari breytingu. Molinn, miðstöð unga fólksins hefur það hlutverk að vinna að menntun, velferð og vellíðan ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Ungmennahúsið Molinn fær þannig nýtt og aukið hlutverk í þjónustu við ungmenni. Markmiðið með breytingunum er að efla verulega þjónustu við ungmenni í Kópavogi og auka fjölbreytileika hennar í þeim tilgangi að geta mætt betur þörfum ólíkra hópa ungmenna.
Þetta er í fyrsta skipti sem Kópavogur heldur utan um jafningjafræðslu yfir sumartímann og hefur það heppnast vonum framar, þar sem jafningjafræðararnir hafa náð til ótalmargra unglinga hér í Kópavogi.