Upplýsingafundur um flutning verkefna til Þjóðskjalasafns

Héraðskjalasafn Kópavogs.
Héraðskjalasafn Kópavogs.

Haldinn var upplýsingafundur fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar  sem vinnur að skjalamálum föstudaginn 14.júní um flutning verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns Reykjavíkur.

Kópavogsbær og Þjóðskjalasafn hafa unnið aðgerðaráætlun í kjölfar þess að bæjarstjórn ákvað á fundi sínum 23. apríl 2023 að verkefni Héraðsskjalasafns Kópavogs og safnkostur yrði færður til Þjóðskjalasafns Íslands og að í kjölfarið yrði Héraðsskjalasafn Kópavogs lagt niður. Markmið fundarins var að upplýsa starfsfólk Kópavogsbæjar um stöðu verkefnisins og fjalla um þær breytingar sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn þegar hluti verkefna héraðsskjalasafnsins fluttust til Þjóðskjalasafns Íslands.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  • Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, opnaði fundinn.
  • Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, fór yfir forsögu verkefnisins, aðgerðaráætlun sem unnið er eftir og þær breytingar sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn.
  • Telma Haraldsdóttir skjalastjóri Kópavogsbæjar fer yfir hlutverk skjaladeildar Kópavogsbæjar og þau verkefni sem eru framundan til undirbúnings rafrænum skilum.
  • Í lokin var boðið upp á spurningar og umræður.

Fundurinn var haldinn í bæjarstjórnarsal Kópavogs, Hábraut 2 og á Teams. Stjórnendum var boðið til fundarins og þeir boðuðu sitt starfsfólk sem kemur að skjalvistun, ef það átti við.

Upplýsingasíða