Heitavatnslaust í Kópavogi 8.nóvember

Svæðið þar sem verður heitavatnslaust 8.-9.nóvember.
Svæðið þar sem verður heitavatnslaust 8.-9.nóvember.

Heitavatnslaust verður í öllum Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti í Reykjavík frá kl. 22.00 þann 8. nóvember fram á nótt. Stefnt er að því að byrja að hleypa heitu vatni á kl. 03:00 um nóttina og ættu þá allir íbúar á svæðinu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting kl. 07.00 um morguninn 9. nóvember.

Ástæðan fyrir þessu er viðgerð á Suðuræð sem nauðsynlegt er að ráðast í strax.

Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.

Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni. Eins bendum við húseigendum á að huga að innanhússkerfum.

Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp í dreifikerfinu. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst. 

Athugið að ekki lokunin hefur ekki áhrif á nokkrar götur í Kópavogi:  Ekki verður heitavatnslaust í hluta Urðarhvafs og Ögurhvarfs, Dimmuhvarfi, Fornahvarfi, Melahvarfi, Grundarhvarfi, Brekkuhvarfi, Breiðahvarfi, Faxahvarfi, Fálkahvarfi, Funahvarfi, Fellahvarfi, Glæsihvarfi, Kríunesveg, Elliðahvammsveg, Vatnsends, Vatnsendabletti, Fagranesi, Fróðaþingi, stór hluti af Dalaþingi, Hólmaþingi.

Hér er hægt að fylgjast með framkvæmdinni og fá nánari upplýsingar.

English

 

Due to repairs in the district heating system all of Garðabær, Álftanes, Hafnarfjörður, Kópavogur and Breiðholt in Reykjavík will have no hot water from 22.00 PM Wednesday 8. November for about five hours. At 7.00 AM Thursday morning 9. November, all of the affected area should have full hot water again. See map of the affected area.

 

It is important to turn off all hot water taps to reduce the risk of an accident or damage when the water comes on again. When water flows through a large district heating system again after a shutdown, it is normal that leaks can occur. In such instances it is important to let us know if you find evidence of a hot water leak so we can respond to this