- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Öllum fasteignagjöldum og sköttum í Kópavogi sem voru á gjalddaga mánaðamótin mars/apríl er frestað. Fasteignasköttum og gjöldum á íbúðarhúsnæði er svo dreift út árið, sem þýðir fjölgun gjalddaga um þrjá til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa.
Fyrirtæki geta sótt um frestum á þremur gjalddögum fasteignagjalda og skatta það sem eftir lifir árs. Útfærslan á því verður betur kynnt síðar á heimasíðu bæjarins síðar
Sveitarfélögin í Kraganum sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu um málið:
Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu í bæjarráðum og bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
Tillagan gerir ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins, sbr. vatnsveitu, holræsis- og sorphirðugjalda, fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði verði dreift á mánuðina apríl/maí (eftir því sem við á í við í hverju sveitarfélagi) fram í desember. Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahagsaðstæðna sem nú ríkja.
Samkvæmt tillögunni geta eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.
Ármann Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness