- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skólahljómsveit Kópavogs náði merkum áfanga um síðustu helgi þegar A sveit SK fékk verðlaun á Nótunni 2013 fyrir framúrskarandi tónlistaratriði í sínum flokki. Þar með hafa allar sveitirnar þrjár sem starfa undir merkjum SK fengið viðurkenningu Nótunnar á síðustu þremur árum, því C sveitin fékk verðlaun í sínum flokki í fyrra og B sveitin árið 2011.
Það hlýtur að teljast merkur áfangi að komast í lokaathöfnina þrjú ár í röð að ekki sé talað um að vinna til verðlauna í hvert skipti.
Kópavogsbær óskar Skólahljómsveit Kópavogs til hamingju með þennan glæsta árangur.