- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Árlegur dagur umhverfisins er nú á fimmtudaginn. Kópavogsbær hvetur bæjarbúa til að taka til í sínu nánasta umhverfi í tilefni dagsins og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.
Starfsmenn Kópavogsbæjar eru þessa dagana á ferðinni til að fjarlægja garðúrgang við lóðarmörk íbúa. Garðúrgang skal setja út við lóðarmörk í pokum og greinaafklippur skal binda í knippi.
Bænum er skipt í hverfi og munu starfsmenn bæjarins fjarlægja garðaúrgang þar eftirtalda daga:
Því má bæta við að umhverfis- og auðlindaráðuneytið er með skipulagða dagskrá í tilefni dags umhverfisins. Í ár verður haldið málþing í samvinnu við velferðarráðuneytið með yfirskriftinni Hreint loft – betri heilsa, þar sem áhersla er lögð á loftgæði og heilsufar á Íslandi. Málþingið er haldið þann 24. apríl næstkomandi.
Dagskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á degi umhverfisins.