Vinnuskóli lokar og leikskólabörn inni

Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu.

Vinnuskóli Kópavogs lokar það sem eftir er dags vegna slæmra loftgæða af völdum gosmengunar.

Börnin fá borgað fyrir daginn. 

Leikskólabörn í Kópavogi fara heldur ekki út í dag vegna stöðunnar. 

Þá eru leikjanámskeið á vegum bæjarins innandyra í dag. 

Mikil mengun mælist nú á höfuðborgarsvæðinu vegna gosmengunar.

Hægt að að fylgjast með stöðu mælinga á síðu umhverfisstofnunar loftgaedi.is

Mælt er með því að börn á leikjanámskeiðum séu inni og íþróttaæfingar utan dyra verði felldar niður. 

Mengunin sem er af völdum brennisteinsdíoxíðs, SO2, og fíngerðs svifryks í formi súlfat agna, SO4.

Þetta er ein mesta mengun  sem hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu frá því að eldsumbrot hófust á Reykjanesskaga.

Uppfært: Síðdegis dró úr mengun og fóru sum leikskólabörn þá út.