- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn staðfesti ársreikning ársins 2023 á fundi sínum 14.maí 2023 að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn.
Ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu 18.apríl síðastliðinn. Fram kemur í ársreikningnum að rekstur sveitarfélagsins styrkist verulega milli ára og skuldahlutfall lækkar í 91%. Þá eykst veltufé frá rekstri um tvo milljarða milli ára.
„Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Skuldastaða bæjarins er heilbrigð þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum samfélagsins. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall Kópavogsbæjar fer áfram lækkandi og er langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. Krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og háir vextir lita enn heildarniðurstöðu ársins og leiða til þess að fjármagnskostnaður er verulega umfram áætlun. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.