Auglýst eftir kennslustofum

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Færanlegar kennslustofur verða settar á lóð Kársnesskóla við Vallargerði næsta haust. Stofurnar verða settar upp til að bregðast við húsnæðisvanda vegna viðgerðar á Kársnesskóla við Holtagerði. Kópavogsbær hefur auglýst eftir viðræðum við aðila sem geta byggt eða reist úr einingum allt að 10 lausar færanlegar kennslustofur fullbúnar til notkunar. Auglýsinguna má lesa hér að neðan.

Þeir sem óska eftir frekari gögnum skulu senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is

Lausar kennslustofur

Samkeppnisviðræður

Kópavogsbær óskar eftir viðræðum við aðila sem geta byggt eða  reist úr einingum allt að 10 lausar færanlegar kennslustofur fullbúnar til notkunar.

Fimm kennslustofum skal skila  fyrir 20. ágúst 2017 og öðrum fimm fyrir 20. október 2017.

Gert er ráð fyrir að allar kennslustofurnar verða staðsettar við Kársnesskóla við Vallargerði  í Kópavogi.

Heildarstærð á kennslustofu skal vera 80 - 85m²,  með 60m² kennslurými og að auki salernis- og  ræstiaðstöðu ásamt forrými.  Veggir að  innan skulu vera í flokki  1. og skulu útveggir vera með óbrennanlegri  útveggjaklæðningu.

Kennslustofurnar skulu uppfylla allar kröfur sem gerðar eru í byggingareglugerð  til skólahúsnæðis.

Þeir sem óska eftir frekari gögnum um verkefni þetta skulu senda tölvupóst á  netfangið utbod@kopavogur.is , frá og með 20. mars nk..  Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs, símanúmer og netfang.

Áhugasamir skulu senda nafn, netfang og upplýsingar um fyrirtæki ásamt lýsingu á því sem boðið er á sama netfang fyrir  3. apríl 2017.