- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg hafa verið teknar í notkun og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.
Orka náttúrunnar og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Með þessu er sveitarfélagið að gera íbúum Kópavogs kleift að skipta áhyggjulaust yfir í rafbíl og mæta eftirspurn sem er nú þegar til staðar.
Hverfahleðslur ON er mikilvægur þáttur í orkuskiptum í samgöngum og með nýjum vegvísi stjórnvalda er settur kraftur í þá átt að eingöngu hreinorkubílar sem nýta innlenda, umhverfisvæna orku verði fluttir inn til landsins.
Á næstu vikum verða sett upp 98 tengi í Kópavogi á 14 staðsetningum, m.a. við skóla, sundlaugar og bókasöfn og munu þau því nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum vel á meðan skroppið er til dæmis í sund eða á bókasafnið. Nú þegar eru komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg.
ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650.
Mikil ánægja með samstarfið
„Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
„Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Samstarf Kópavogsbæjar og ON er liður í því að tryggja sjálfbæra framtíð með uppbyggingu öflugra og notendavænna innviða með grænni orku frá náttúrunni.