17.12.2024
Nöfn skóla á Kársnesi valin
Haustið 2025 verður breyting á fyrirkomulagi skólahalds á Kársnesi þegar nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa við Skólagerði. Í nýja skólanum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla en í skólahúsnæði Kársnesskóla við Vallargerði verða nemendur í 5.-10. bekk.