Vel heppnuð Aðventuhátíð

Jólaleg stemning á Aðventuhátíð Kópavogs 2024.
Jólaleg stemning á Aðventuhátíð Kópavogs 2024.

Jólagleðin var allsráðandi á Aðventuhátíð Kópavogs sem fram fór laugardaginn 30.nóvember. Boðið var upp á dagskrá í menningarhúsum bæjarins og á túninu við húsin. Þar lék Skólahljómsveit Kópavogs nokkur lög og skólakórar Smáraskóla og Hörðuvallaskóla sungu jólalög.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs tendraði á jólatré bæjarins, jólasveinar brugðu á leik og þá var dansað i í kringum jólatréð.