Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 17. maí.
Frá og með 22. maí verður skrifstofa velferðarsviðs, Fannborg 6, opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 08:00 – 15:00 og á föstudögum frá klukkan 08:00 – 12:00.
Tæplega 300 voru skráð til leiks vel í götugöngu Virkni og vellíðan sem haldin var í Kópavogi fimmtudaginn 11.maí. Keppnin var opin öllum 60 ára og eldri en skipulögð af Virkni og vellíðan sem er heilsuefling 60 ára og eldri í Kópavogi.
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2023. Valið var tilkynnt á Bókasafni Kópavogs , fimmtudaginn 11. maí. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi bauð gesti velkomna og Elísabet Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar kynnti tilnefningu bæjarlistamanns og færði henni viðurkenningarskjal og blómvönd.
Veitingastaðurinn Krónikan opnar í Gerðarsafni innan tíðar en samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður í dag, 11.maí á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Tunnuskipti í tengslum við nýtt flokkunarkerfi á sorpi hefjast 22.maí í Kópavogi. Byrjað verður á tveimur stöðum í bænum, Hjöllum og Álfaheiði annars vegar og Hvörfum og Þingum hins vegar.
Ungir sýningarstjórar á aldrinum 8-14 ára opna listsýninguna Draumaeyjan okkar á vegum Vatnsdropans á laugardaginn kemur, 13. maí á Bókasafni Kópavogs kl. 13.