Vinnuskólinn í Kópavogi er hafinn þetta sumarið. Í ár eru um 1.300 nemendur skráðir til leiks sem er svipaður fjöldi og sumarið í fyrra. Fjörtíu flokkstjórar starfa hjá Vinnuskólanum.
Kóraskóli er heiti á nýjum skóla fyrir 8. til 10.bekk í Kórahverfi í Kópavogi. Skólinn er til húsa i Vallakór og var áður unglingadeild Hörðuvallaskóla.
Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla.