- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í ár verður forvarnarvika í Kópavogi haldin undir yfirskriftinni fögnum fjölbreytileikanum.
Forvarnardagurinn verður haldinn 6. október nk., en dagurinn er haldinn af frumkvæði forseta Íslands.
Í Kópavogi hefur undanfarin ár verið haldin sérstök forvarnarvika í stofnunum frístundadeildar á menntasviði í tilefni forvarnardagsins, en dagskráin hefur verið fjölbreytt og með ýmsu sniði undanfarin ár.
Í vikunni verður áhersla lögð á að bæði efla vitneskju ungmenna um hinsegin málefni ásamt því að forráðamönnum mun standa til boða að taka þátt í fræðsluerindi Margrétar Sigurðardóttur uppeldis- menntunarfræðings og eiganda fyrirtækisins Verum góð, um hinsegin málefni mánudaginn 4. október kl 20:00 á Teams.
Á forvarnardaginn sjálfan miðvikudaginn 6. október munu allar félagsmiðstöðvar og ungmennahús í Kópavogi vera með hinsegin fræðslukvöld en þó með mismunandi sniði. En starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúss sátu nýlega námskeið og fengu þjálfun í að ræða og vinna með hinsegin málefni.
Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi munu sömuleiðis taka þátt í Forvarnarvikunni og mun einn vinsælasti fyrirlesari landsins í dag Pálmar Ragnarsson halda fyrirlestur sem slegið hefur í gegn um jákvæð samskipti. Í fyrirlestrinum fjallar hann um hvernig við getum náð því besta fram úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.