Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði.
Lokaskýrsla OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna í Kópavogi verður kynnt á opnum fundi fundi 23. september. Fundinum verður streymt um vef Kópavogsbæjar.
Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um að flytja í hverfið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal íbúa í Glaðheimum í sumar.
Skólabörn í 5. til 10. bekk í Kópavogi geta frá og með 11. september haft samband við Barnavernd Kópavogs með því að smella á hnapp í spjaldtölvunni sinni.