- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lokaskýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, um innleiðingu Heimsmarkmiðanna í Kópavogi verður kynnt á opnum streymisfundi 23. september. Fundurinn hefst klukkan 14.00 og er áætlaður fundartími um 1,5 klukkustund.
Fundurinn er haldinn af tilefni útgáfu skýrslunnar, en Kópavogsbær hefur tekið þátt í alþjóðlegu verkefni OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða því tengdu.
Aziza Akmouch forstöðumaður hjá OECD mun fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar á fundinum að loknu ávarpi bæjarstjóri Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni.
Kópavogsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu og fyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök innan sem utan Kópavogs sýnt verkefninu mikinn áhuga með þátttöku sinni í vinnustofum og fundum á vegum OECD og Kópavogsbæjar.
Næsta skref er innleiðing Heimsmarkmiðanna hjá fyrirtækjum í Kópavogi og hefur það verkefni verið unnið af Markaðsstofu Kópavogs í samstarfi við Kópavogsbæ. Það verður einnig kynnt á fundinum 23.september.
Þátttakendur á streymisfundinum eru beðnir um að skrá þátttöku sína, skráningarformið er aðgengilegt á vef Kópavogsbæjar, sjá hér.