- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjölbýlishúsahluti Lundar er gata ársins í Kópavogi í ár og var valið kynnt í dag. Af því tilefni afhjúpaði forseti bæjarstjórnar, Margrét Friðriksdóttir, skilti þar sem kemur fram að Lundur er gata ársins. Þá gróðursettu Margrét og Kristján Pálsson, formaður íbúasamtaka Lundar, tré að viðstöddum bæjarstjóra Kópavogs, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, fulltrúum íbúa, arkitekta, verktaka og fleiri gestum.
Bæjarstjórn Kópavogs velur ár hvert götu ársins í Kópavogi að fenginni tillögu umhverfis- og samgöngunefndar bæjarins. Fjölbýlishúsahluti Lundar varð fyrir valinu „enda gatan samsett af fallegum byggingum, grænu yfirbragði og umhverfi sem er heillandi og tekur vel á móti íbúum og gestum,“ eins og fram kom í rökstuðningi nefndarinnar.
Lundur, sem tekur nafn sitt af bænum Lundi, var skipulagður í upphafi aldarinnar og hófst uppbygging árið 2005. Arkitektar húsanna eru Archus arkitektar en Bygg, byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., hafa byggt húsin.