Fjármálasvið sett á laggirnar hjá Kópavogsbæ

Tvær sviðstjórastöður hjá Kópavogsbæ eru lausar til umsóknar.
Tvær sviðstjórastöður hjá Kópavogsbæ eru lausar til umsóknar.

Ný staða sviðsstjóra fjármálasviðs hjá Kópavogsbæ er laus til umsóknar. Staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs er einnig laus til umsóknar.  

Stofnun fjármálasviðs er hluti af skipulagsbreytingum hjá Kópavogsbæ. 

Hlutverk hins nýja sviðs verður að tryggja að „sameiginlegum fjármunum íbúa Kópavogsbæjar sé varið með hagkvæmasta mögulegum hætti og að bæjarsjóður búi ávallt yfir nægilegu fjármagni til þess að rekstur og framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun og loforðum yfirstjórnar um starfsemi og þjónustu bæjarfélagsins,“ eins og segir í tillögu um breytt skipurit sem hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs.

Fjármálasvið mun sinna hluta verkefna sem áður tilheyrðu stjórnsýslusviði á borð við fjárstýringu, reikningshald og launamálum en ný deild, innkaupadeild, verður til með skipulagsbreytingunum.

Þegar breytingarnar hafa gengið í gegn verður stjórnkerfi Kópavogsbæjar skipað í fimm svið. Stoðsviðin eru tvö, stjórnsýslusvið og fjármálasvið en starfsmenn þeirra sinna þjónustu sem nær til allrar starfsemi bæjarins. Fagsviðin eru þrjú menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið en undir þau heyra skólar, íþróttamál, frístundamál, skipulagsmál, framkvæmdir, velferðarþjónusta og fleira. Yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri Kópavogs.

Sviðstjóri fjármálasviðs - nánari upplýsingar 

Sviðstjóri stjórnsýslusviðs -nánari upplýsingar