- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þriggja ára alþjóðlegu samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi hefur verið hleypt af stokkunum.
Verkefnið sem ber heitið Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi, Múmínálfasafnsins í Tampere, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon‘s Wonderland safnsins í Haapsalu í Eistlandi.
Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við sígild skáldverk barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindgren og H.C. Andersen. Höfunda, sem hafa kennt lesendum að bera virðingu fyrir náttúrunni, gefið innsýn í heim þeirra sem minna mega sín og hvernig má koma þeim til hjálpar.
„Vatn og haf er yrkisefni skálda og leikur einnig stór hlutverk í Heimsmarkmiðunum sem skýrir nafngift verkefnisins. Vatnsdropi er í eðli sínu heill heimur út af fyrir sig og í honum speglast allt umhverfið, eins og skáldið H.C. Andersen komst svo vel að orði, “ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og upphafsmaður Vatnsdropans. „Vatnsdropinn er spennandi verkefni sem fellur vel að þeirri sýn Menningarhúsanna í Kópavogi að leita í sífellu nýrra leiða til að laða laga börn að menningarstarfi og gefa þeim skapandi verkfæri til að kynnast listum og menningu á eigin forsendum.“
Fyrstu skref Vatnsdropans er þátttökuverkefnið Ungir sýningarstjórar en í því verður hópur nemenda í 4.-10. bekk í skólum í Kópavogi valinn til þátttöku í sýningarstjórn og framkvæmd verkefnisins og mun þannig hafa áhrif á vinnusmiðjur, sýningar og viðburði. Þá munu börn frá samstarfslöndum verkefnisins einnig taka þátt í verkefninu.
Sýningarstjóri Vatnsdropans er Chus Martínes en hún er eftirsóttur sýningarstjóri, listfræðingur og heimspekingur frá Spáni sem starfar á alþjóðavettvangi. Hún veitir forstöðu FHNW listakademíunni í Basel og hefur áður til að mynda verið forstöðumaður listasafnsins Frankfurter Kunstverein.
Vatnsdropanum er ætlað að vera flaggskip í dagskrá Menningarhúsanna á næstu misserum. Verkefnið á rætur sínar að rekja til vinabæjasamstarfs Kópavogs við Tampere og Óðinsvé og hefur hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum, Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnsar (Nordplus), Opstart, Menningarsjóði Kópavogs og Barnamenningarsjóði Íslands