- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Stíll 2018 fer fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 17. mars og er þemað í ár "Drag".
Húsið opnar kl.13 og sýning keppenda um kl.15. Miðaverð er 500.- kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert, daginn eftir Rímnaflæði. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur fyrir sambærilegri keppni í Kópavogi.
Markmið Stíls eru að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.