Á myndinni eru frá vinstri Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindarfélagsins og Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafadeild fatlaða fólks.
Kópavogsbær og Blindrafélagið hafa skrifað undir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Kópavogsbúa. Samningur felur í sér að lögblindir geta tekið leigubíla í stað almennrar ferðaþjónustu fatlaðra.
Umsækjendur um þessa þjónustu þurfa áfram að sækja um akstur til Kópavogsbæjar sem úthlutar ferðum á grundvelli reglna. Blindrafélagið sem fer með alla umsýslu eftir að viðkomandi hefur fengið samþykktar ferðir.
Markmið með þjónustusamningi er meðal annars að auka fjölbreytni og sveigjanleika í ferðaþjónustu við fatlað fólk.