- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þrír nemendur sem brautskráðust frá Menntaskólanum í Kópavogi í maí fengu styrk úr viðurkenningarsjóði MK fyrir góðan námsárangur. Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, veitti viðurkenningarnar þar sem sjóðurinn var stofnaður af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993 í tilefni af 20 ára afmæli skólans.
Nemendurnir eru:
Lena Katarína Lobers sem hlaut hundrað þúsund króna styrk fyrir einstakan námsárangur og dugnað við nám á stúdentsprófi frá MK, vorið 2013.
Hallmann Óskar Gestsson sem hlaut sextíu þúsund króna styrk fyrir góða mætingu og afburðar árangur í stærðfræði og eðlisfræði á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi, vorið 2013.
Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, nýsveinn i matreiðslu, sem hlaut hundrað þúsund króna styrk fyrir góðan námsárangur og dugnað við nám á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi, vorið 2013.
Kópavogsbær óskar nemendunum til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í þeim verkefnum og störfum sem framundan eru.