- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Verkefni frá Kópavogsskóla, Kársnesskóla, Álfhólsskóla og Lindaskóla fengu í dag viðurkenningu skólanefndar Kópavogs fyrir að stuðla að nýbreytni og framþróun í grunnskólum Kópavogs. Fulltrúar skólanna tóku við viðurkenningunum við hátíðlega athöfn í Salnum. Verkefnin eru fjölbreytt og snúast m.a. um að grunnskólabörn kenni eldri borgurum á ýmis tölvuforrit, vettvangsferðir út í náttúruna, listasýningar í skólum og greiningu á lestrarvanda nemenda.
Skólanefndin auglýsti eftir tilnefningum frá Kópavogsbúum fyrr í vetur og bárust ellefu tilnefningar. Skólanefnd lagði síðan mat á þær í samráði við stjórn Samkóp, samtök foreldrafélaga og foreldraráða í Kópavogi.
Verkefni Kópavogsskóla bar heitið Náttúrufræðitíðindi og gengur út á að nemendur kynnist umhverfi sínu á skemmtilegan hátt, með vettvangsferðum út í náttúruna eða með tilraunum í skólastofu.
Verkefni Kársnesskóla var samvinnuverkefni milli nemenda í 8. og 9. bekk og eldri borgara í bænum þar sem þeir yngri tóku að sér að kenna þeim eldri allt um tölvur og tækni.
Verkefni Álfhólsskóla gekk út á að bæta lestur og lestrarfærni nemenda í yngstu bekkjunum og mæla árangur þeirra með markvissum hætti og nota til þess lestrargreiningartækið Logos.
Að lokum má nefna verkefni Lindaskóla sem gengur út á það að fá listamenn til að vera með sýningar í skólanum á menningardögum í desember. Með því læra nemendur að njóta fjölbreytileika listarinnar.
Bragi Thoroddsen, formaður skólanefndar Kópavogs, afhenti fulltrúum skólanna í dag viðurkenningarskjöl og blóm. Á meðfylgjandi mynd er hann ásamt fulltrúum skólanna.