- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Einn hæsti styrkur húsafriðunarsjóðs í ár fór til viðhalds á Hressingarhælinu gamla í Kópavogi og nemur styrkurinn fimm milljónum króna. Hressingarhælið var friðað síðasta haust. Fjármununum verður varið í utanhússviðgerðir í ár, m.a. á að endurnýja glugga, útihurðir og þak. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið er jafnframt gert ráð fyrir 30 milljónum í verkið.
Kvenfélagið Hringurinn byggði Hressingarhælið af miklum myndarskap fyrir söfnunarfé árið 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar.
Húsið hefur hins vegar verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á síðasta ára að hefja endurbætur á húsinu en vonast er til að starfsemi geti hafist í því á 60 ára afmæli Kópavogsbæjar 11. maí 2015.
Kópavogsfélagið, félag áhugafólks um endurreisn hælisins og gamla Kópavogsbæjarins, vinnur nú að því að koma með hugmyndir að mögulegri starfsemi í húsinu. Stefnt er að því að tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð innan tíðar.
Ráðgert er að utanhússviðgerðum á Hressingarhælinu ljúki í haust.