- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Kópavogi 30. september en bærinn býður þátttakendum í hjartahlaupinu ókeypis í sund. Þannig vill bærinn styðja við þennan góða málstað. Hjartavernd hefur hins vegar veg og vanda af hjartadeginum með ýmsum uppákomum.
Markmið dagins er að fá fólk til að hreyfa sig án kostnaður. Hjartahlaupið er hápunktur dagsins en frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd þess.
Sá sem nær besta tímanum í fimm kílómetra hlaupi hjartadagsins fær í verðlaun árskort í sundlaugar bæjarins. Þær eru tvær, Kópavogslaug og Salalaug.
Ýmsir skólar og leikskólar í bænum munu á deginum vinna með hjartaþemað, til dæmis með margs konar fræðslu, og krakkarnir munu síðan taka þátt í hjartahlaupinu.